Halløj! 

Tiger er farið á flug! Við höfum nefnilega breytt nafninu okkar um allan heim í Flying Tiger Copenhagen. Merkið okkar fékk líka upplyftingu og er komið í nýjan búning. En engar áhyggjur. Við erum enn sama góða, leikglaða tígrisdýrið sem við höfum alltaf verið. Verslanir okkar eru enn stútfullar af frumlegri og skemmtilegri danskri hönnun og síbreytilegum vörum á viðráðanlegu verði. Og okkur finnst alltaf jafn gaman að fá þig í heimsókn.  


Við viljum hvetja þig áfram 

Við trúum því að sambönd og upplifun sé það sem geri fólk hamingjusamt. Þessvegna viljum við að verslanir okkar hvetji þig til að prófa nýja hluti, vera hugmyndarík/an og skemmta þér meira með vinum og fjölskyldu. Eða eins og stofnandi okkar segir:„Við viljum vera hvatinn. Við viljum aðstoða þig að ná markmiðum þínum og gildum, svo að þú getir lifað þínu lífi eins og þú vilt."  


Hlutir sem þú vissir ekki einu sinni að væru til  

Í verslunum okkar finnur þú hluti sem þig vantar, hluti sem þig hefur dreymt um og hluti sem þú vissir ekki einu sinni að væru til. Hluti fyrir heimilið, skrifstofuna, veislur, fyrir krakkana þína, eldhúsið og svo má lengi telja. Þeir eru fallegir, litríkir, hagnýtir og frumlegir og hafa danskan blæ og vott af húmor. Sumir segja að blandan af fallegri og skemmtilegri danskri hönnun og lágu verði sé það sem gerir okkur svona sérstök. 


Við gerum danska hönnun aðgengilega 

Við leikum okkur með hugmyndir og finnum upp nýja og skemmtilega hluti í tilrauna- og hönnunarstúdíói okkar í Kaupmannahöfn. Og það eru ekki bara viðskiptavinir okkar sem eru hrifin: árið 2015 fékk teketillinn okkar "Tea Bird" iF Design Award og Good Design Award verðlaunin. Í janúar 2016 vann vatnsflaskan okkar "Hi Haj" iF Design Award og í júní sama ár vann matar- og drykkjarílátalínan okkar "Fold" hin virtu Red Dot Award verðlaunin. 


List sem opnar augu þín 

Við viljum veita þér aðgang að list sem örvar ímyndunarafl þitt. Því erum við í samstarfi við heimsþekkta listamenn. Vorið 2016 kynntum við í samstarfi við japönsku listakonuna Misaki Kawai seríu af litríkum og nokkuð flippuðum vörum og snemma hausts sama ár fylltu hönnunarvörur frá hinum heimsþekkta, breska listamanni David Shrigley hillur okkar.  


Frá Zebra til Tiger 

Stofnandi okkar Lennart Lajboschitz opnaði fyrstu verslunina sem rekin var af fjölskyldunni árið 1995 í Islands Brygge í Kaupmannahöfn. Þar voru seldar afgangsvörur sem keyptar voru af gömlum lagerum og allt kostaði 10 DKR (ca 200 kr.). Fyrsta búðin fékk nafnið Zebra. En þegar Lennart opnaði búð númer tvö, sagði 8 ára dóttir hans, Rebekka: "Nú eigum við zebra og nú getum við líka átt tígrisdýr." Og þá breytti hann nafni búðarinnar í Tiger. Á dönsku er nafnið líka orðaleikur. Tiger er borið fram á dönsku "tíer" sem þýðir bæði tígrisdýr og tíkall. 


Meira en 700 búðir 

Árið 2000 var búið að opna 38 búðir í öllum stærstu borgum Danmerkur. Fyrsta erlenda verslun Tiger var opnuð í Reykjavík á Íslandi árið 2001 og árið 2010 voru komnar 100 Tiger búðir í 10 löndum. Árið 2015 afgreiddi Tiger yfir 80 milljón viðskiptavini í Evrópu, Bandaríkjunum og í Japan og í dag eru búðirnar orðnar fleiri en 700 í 30 löndum.  


Flying Tiger Copenhagen

Með tímanum hefur Flying Tiger Copenhagen þróast frá því að vera ódýr búð í sérstaka búð, frá almennum vörum í vörur sem við sérhönnum sjálf. Í dag hönnum við um helming varanna sem þú finnur hjá okkur í hönnunarstúdíóinu okkar í Kaupmannahöfn. Nýja nafnið okkar – Flying Tiger Copenhagen – og nýja merki eru í takt við þessar breytingar.  


Íslensku verslanir Flying Tiger Copenhagen eru í eigu: 

Zebra A/S 
Strandgade 71-73
1401 København K
Danmark

Sími: +45 88528000
CVR Nr. 15690488