Hjá Flying Tiger Copenhagen trúum við því að lykillinn að velgengni fyrirtækisins og vexti vörumerkisins okkar liggi í ábyrgum starfsvenjum og viðskiptaháttum. Við viljum að okkar viðskiptavinir geti treyst því að þegar þeir kaupa vörur frá Flying Tiger Copenhagen hafi sú vara verið framleidd í umhverfi þar sem gætt er að siðferði, umhverfisþáttum og samfélagslegum kröfum og að varan sé örugg í notkun.

Reglurammi okkar fyrir ábyrga framleiðslu byggir á fimm meginþáttum:

- Vörur: Við leggjum áherslu á að vörurnar okkar séu bæði skemmtilegar og öruggar í notkun og hafi verið framleiddar í góðu vinnuumhverfi þar sem réttinda starfsmanna er gætt. Áætlanir okkar um samræmi vöru við reglugerðir og ábyrga öflun hráefna falla undir þennan málaflokk.

- Starfsfólk: Við leggjum metnað í að bjóða starfsfólki okkar, jafnt í verslunum, vörugeymslum og skrifstofum, upp á metnaðarfullt vinnuumhverfi þar sem öryggi, fjölbreytni, góð vinnuskilyrði og jöfn tækifæri fyrir alla eru í hávegum höfð.

-Jörðin okkar: Jörðin okkar stendur frammi fyrir umhverfisvanda sem kallar á aðgerðir allra aðila samfélagsins. Við höfum skuldbundið okkur til að lágmarka umhverfisfótsporið okkar. Í því skyni leggjum við áherslu á aðgerðir á tveimur sviðum: 1) aðfangakeðjunni og 2) verslunum okkar.

- Samstarfsaðilar: Við höfum frá upphafi tekið virkan þátt í góðgerðastarfsemi og eigum samstarf við fjölda samtaka um að styðja nauðstadda og leggja okkar af mörkum til samfélagsins á hverjum þeim stað þar sem við erum með starfsemi okkar.

- Stefnur: Við höfum mótað margs konar stefnur, bæði til að gæta samræmis í öllu sem varðar ábyrgðarskuldbindingar okkar og sem leiðarvísi fyrir ákvarðanatöku fyrirtækisins. Allar stefnur okkar hafa verið samþykktar af stjórn fyrirtækisins og eru endurskoðaðar árlega.

Þú getur kynnt þér ábyrgðarskuldbindinguna okkar og starf fyrirtækisins betur hér.