Viltu vera með?

Við erum ört vaxandi fyrirtæki. Eitt af nýju ævintýrum okkar er í Bandaríkjunum og því er starfsmannateymið okkar alltaf að stækka. Við höfum verið afar heppin með starfsfólkið okkar hingað til og erum með sterkt teymi. Við erum alltaf með augun opin fyrir duglegu og skemmtilegu fólki með mismunandi reynslu sem gæti lagt okkur lið og verið hluti af spennandi ferli.

Við leitum af fólki sem hefur brennandi áhuga á sölumennsku og verslun. Metnaður, dugnaður og skynsemi í bland við frjóa hugsun og jákvæða orku eru lykilhæfileikar sem við leitumst eftir í starfsfólki okkar. 

Flying Tiger Copenhagen er skemmtilegur og gefandi vinnustaður. Við rekum verslanir okkar með skandinavískum blæ: þægilegu andrúmslofti og fagmannlegum vinnubrögðum. Við leggjum mikið upp úr að þjálfa, fræða og þróa starfsmannahóp okkar. Ef þú ert að leita að spennandi starfi í jákvæðu og framsæknu fyrirtæki, kíktu þá endilega á störfin sem auglýst eru hér að neðan.