Ertu með gjafakort hjá Flying Tiger Copenhagen?
Hér má finna frekari upplýsingar!

Hvar get ég notað gjafakortið?

Þú getur notað gjafakortið í öllum verslunum Flying Tiger Copenhagen. Einungis er hægt að nota gjafakortið í verslunum okkar.

 

Hversu há upphæð er á gjafakortinu mínu?

Þú velur hversu há upphæð er inn á gjafakortinu þegar það er keypt. Andvirði gjafakortsins getur þó ekki verið hærra en sem nemur 15.000 ISK. Viðtakandi gjafakortsins getur alltaf athugað hversu mikið er inn á því í verslunum okkar.

 

Hvernig get ég notað gjafakortið?

Þú getur notað gjafakortið til að greiða, að hluta eða að fullu, fyrir vöru sem við seljum í verslunum Flying Tiger Copenhagen. Upphæðin verður dregin af gjafakortinu þegar þú greiðir. Þú getur notað eftirstöðvarnar næst þegar þú verslar hjá okkur.

 

Hversu lengi gildir gjafakortið?

Gjafakortið gildir í þrjú ár. Þú getur notað gjafakortið hvenær sem þér hentar á því tímabili, þar til að allri inneigninni hefur verið eytt. Ekki er hægt að leggja meiri peninga inn á kortið.

 

Hvað er til ráða ef ég týni gjafakortinu mínu?

Ef þú týnir gjafakortinu glatast því miður upphæðin sem kann að vera á því. Við skráum ekki hver kaupir gjafakortin okkar og við getum ekki lokað týndu korti. Gjafakort eru ekki persónuleg og eru þess vegna talin sem jafngildi reiðufjár.