Nýjabrum

Vorið, blómin og fuglarnir eru væntanleg og nú sáum við vorfræjunum. Ein af hamingjum lífsins er að fylgjast með blómunum okkar vaxa og dafna og sá sem sáir, uppsker. Apríl er tíminn til að láta ljós sitt skína. Segðu já við jóga og dansaðu inn í vorið; leggðu rækt við heilsuna. Þú getur einnig eflt sköpunargleðina og nært hlutina sem skipta þig mestu máli í lífinu. Apríl, vertu velkominn!

Efldu sköpunarkraftinn

Búðu til sögu með penna, pappír, lími og skærum og deildu henni með fólkinu sem þér þykir vænt um. Þú getur líka samið lista yfir 10 hluti sem þig langar að læra eða staði sem þig langar að heimsækja. Slepptu sköpunargleðinni lausri og skapaðu þitt eigið draumalærdómssetur!

Líttu inn í næstu verslun okkar og sjáðu meira

Tími þinn til að vaxa og njóta

Sumarið er handan við hornið. Ef þig langar til að gera einhverjar breytingar er ekkert því til fyrirstöðu að hefjast strax handa. Stundum er enginn dans á rósum að koma sér af stað, en ef þú hreinsar hugann og ferð í daglegar gönguferðir mun hamingjan vaxa og dafna.

Komdu við í næstu verslun okkar og sjáðu meira

Blómstrandi aldur

Ertu ung/ur í hjarta eða hokin/n af reynslu? Öll aldursskeið hafa sinn sjarma; allt frá barnæsku og unglingsaldri til þeirrar blómstrandi visku sem fylgir aldrinum. Fögnum öllum afmælis- og merkisdögum og flöggum í tilefni dagsins!

Skoðaðu nýju vörurnar í næstu verslun okkar
Við notum fótspor til að safna gagnlegum upplýsingum um hvernig vefsvæði okkar er notað svo að við getum bætt það. Við leyfum einnig þriðju aðilum að nota fótspor til að þýða tölfræðiupplýsingar um heimsóknir á vefsvæðið. Ef þú heldur áfram að vafra um vefsvæðið hefurðu samþykkt notkun okkar á fótsporum. Nánari upplýsingar um notkun okkar á fótsporum, þar með talið lýsingu á því hvernig hægt er að afvirkja fótspor á vefsvæðinu er að finna hér