Algengar spurningar

Við höfum sett saman nokkrar af algengustu spurningunum sem við fáum.

Sjálfbærni

Eruð þið með einhverjar vistvænar vörur? 
Já, við erum með fullt af vistvænum vörum! Við erum stöðugt að skoða vistvæna möguleika þar sem þeir eru til staðar. Hér eru nokkur dæmi um vistvænar vörur okkar: 

FSC - allar pappírsvörur okkar og flestar af viðarvörum okkar eru úr sjálfbærum skógum. Til að mynda bera allar minnisbækur okkar, servíettur og flestar af einnota borðbúnaði okkar FSC-trjámerkið á umbúðunum til að auðvelda þér að taka meðvitaða ákvörðun sem neytandi. 

Endurnýjanleg efni - við kjósum að velja endurnýjanleg efni í hvert skipti sem það er hægt. Margar af vörum okkar eru gerðar úr viði, þangi, hveitihálmi og bambus - allt endurnýjanleg efni gerð úr náttúrulega ræktuðum afurðum.

Ryðfrítt stál – við kunnum að meta þetta endingargóða og algjörlega endurvinnanlega efni. Það er auðvelt að bræða það aftur og hægt er að endurnota það endalaust, án þess að það komi niður á gæðum. Það gerir ryðfrítt stál að langvarandi og vistvænu efni. Finna má þónokkrar vörur úr ryðfríu stáli í eldhúsvöruúrvalinu okkar. 

Endurunnið gler – frábært efni sem þarf jafnvel enn lægra bræðsluhitastig en nýtt gler - sem dregur úr kolefnisfótsporinu. Í hvert skipti sem við endurvinnum komum við í veg fyrir sóun og sendum jörðinni umhverfisvænar hugsanir. Eldhúsvöruúrval okkar inniheldur borðbúnað sem er gerður úr endurunnu gleri.  

Hvers vegna seljið þið plastvörur?
Plast er á margan hátt frábært efni. Það er endingargott, létt og hægt er að nota það í fjölda ólíkra hluta. Við notum plast þegar það er betri valkostur en annað efni. En við vitum líka að sumt plast er vafasamt. Þess vegna erum við að draga úr notkun plasts bæði í vörum okkar og í umbúðir utan um þær. Við erum líka að skoða hvernig best megi nýta endurvinnsluflokka þegar kemur að vörum okkar, svo að einfalt sé að farga þeim á réttan hátt.

Vissir þú að við höfum unnið plastheit? Samstarf okkar við dönsku umhverfissamtökin Plastic Change krefst þess að við vinnum heit um að lágmarka notkun á plasti og styrkja endurnotkun og endurvinnslu. 

Hvers vegna seljið þið sogrör úr plasti?
Við munum hætta sölu á sogrörum úr plasti og öðrum einnota plastvörum á árinu 2020.  Þar með talið eru diskar, blöðrur, hnífapör og bómullarpinnar með plastpriki. Ef þú sérð sogrör úr plasti í einhverri af verslunum okkar er langt síðan að það var framleitt. Við ákváðum að halda áfram sölu á þeim þar sem hinn kosturinn er að henda þeim. Það finnst okkur vera sóun á auðlindum. Þegar öllu er á botninn hvolft er betra að nota þau einu sinni en að nota þau alls ekki.

Vel á minnst, vissir þú að við erum með fjórar nýjar gerðir af endurnotanlegum sogrörum: úr bambus, gleri, silíkoni og ryðfríu stáli?

Hvers vegna seljið þið innkaupapoka úr plasti?
Allir plastpokarnir okkar eru framleiddir úr 80 % endurunnum plastúrgangi og eru endurvinnanlegir að fullu. Með því að nota endurunnið plast tryggjum við að plastúrgangur sé vel nýttur. Hægt er að framleiða burðarpoka úr fjölda ólíkra efna, t.d. plasti, textílefni eða pappír. Allt efni hefur sinn styrk og sína veikleika. Pappírs- og bómullarpokar eru gerðir úr náttúrulegum afurðum, en framleiðsla þeirra krefst mikillar orku- og vatnsnotkunar. Plastpokar eru afar léttir og framleiðsla á þeim notar ekki mikla orku. Við vinnum stöðugt að því að gera innkaupapokana okkar eins vistvæna og hægt er.

Nefndum við að við rukkum svolitla upphæð fyrir plastpokana okkar?  Það gefur þér aðra góða ástæðu til þess að koma með þinn eigin endurnýtanlega poka.

Hvers vegna seljið þið ekki lífrænt plastefni eða lífbrjótanlegt plast? 
Lífrænt plastefni er plastefni sem er framleitt með olíu úr endurnýjanlegri afurð, til dæmis sykurreyr. Það kann að virðast vistvænni kostur, en lífrænt plastefni er langt í frá fullkomið. Ræktun á sykurreyr til framleiðslu á plastvörum tekur undir sig land sem hægt væri að nota til ræktunar á mat. Ennfremur er oft óljóst hvernig á að farga lífrænum plastefnum. Þegar lífræn plastefni eru annars vegar, eru þau af mörgum ólíkum gerðum og þau þurfa næstum alltaf tilteknar aðstæður til að brotna niður. Aðeins nokkrar stöðvar fyrir iðnaðarúrgang geta uppfyllt þessi skilyrði. Þar af leiðandi eru lífræn plastefni oft ekki meðhöndluð á réttan hátt í úrgangskerfinu. Af þessum ástæðum höfum við ákveðið að hætta smám saman notkun á lífrænu plastefni og forðast notkun á lífbrjótanlegu plasti.

Öryggisstaðlar

Prófið þið vörurnar ykkar?
Já, vörurnar okkar eru athugaðar og prófaðar vandlega áður en þær berast í verslanir okkar. Sérfræðingar okkar í vörusamræmi í Danmörku fara yfir innihaldslistann sem sýnir úr hverju vörurnar eru framleiddar. Þeir meta eftir efnasamsetningu og vörugerð hvaða próf eru nauðsynleg og hvers konar fylgiskjöl þurfa að fylgja með. Til dæmis prófum við leikföng fyrir börn undir þriggja ára aldri og vörur eins og slím, málningu og plastleir oft á meðan framleiðslu stendur og alltaf í gegnum sjálfstæða rannsóknarstofu óháðs aðila.

Eru leikföngin ykkar örugg?
Já, leikföngin okkar eru örugg. Við viljum hvetja börn til að kanna heiminn og skemmta sér við það. Okkur er hins vegar einnig mikilvægt að fullvissa viðskiptavini okkar um að börn geti leikið sér í öryggi með vörur okkar. Óháðar rannsóknarstofur og sérfræðingar okkar í vörusamræmi meta leikföngin okkar vandlega og tryggja að þau séu rétt prófuð í samræmi við dönsk og evrópsk lög.

Fyrst er hönnunin metin til að tryggja að lögun hennar og stærð valdi ekki hættu. Þar næst er efnasamsetning leikfangsins skoðuð vegna efnafræðilegs og hættulegs innihalds. Einnig er gert aldursmat á leikfanginu. Ef varan miðast við börn undir þriggja ára aldri eru kröfurnar töluvert strangari. Þar undir felst skoðun á smærri hlutum leikfangsins, löngum snúrum og hættu á köfnun.

Þegar sérfræðingar okkar í vörusamræmi hafa metið leikfangið er það prófað á sjálfstæðri rannsóknarstofu óháðs aðila. Þar er það prófað í samræmi við Evróputilskipun um öryggi leikfanga.

Hér má lesa meira: https://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=OJ:L:2009:170:0001:0037:en:PDF

Merking á leikföngum
Öll leikföngin okkar eru CE-merkt. Þessi merking er trygging þín fyrir því að leikfangið fari eftir fjölda heilbrigðis-, öryggis- og umhverfiskröfum. Öll leikföng verða að vera CE-merkt í samræmi við evrópska löggjöf.

Allar leikfangavörur okkar eru með aldursráðleggingum sem þú ættir að fylgja. Þetta er trygging þín fyrir því að leikfangið sé viðeigandi fyrir aldur, getu og færni barnsins. Við mælum einnig með því að þú lesir viðvaranir á vörunni og veitir sérstaklega athygli viðvörunartákninu „undir 3 ára aldri“ sem er á leikföngum sem eru hönnuð fyrir börn undir þeim aldri.

Við notum fótspor til að safna gagnlegum upplýsingum um hvernig vefsvæði okkar er notað svo að við getum bætt það. Við leyfum einnig þriðju aðilum að nota fótspor til að þýða tölfræðiupplýsingar um heimsóknir á vefsvæðið. Ef þú heldur áfram að vafra um vefsvæðið hefurðu samþykkt notkun okkar á fótsporum. Nánari upplýsingar um notkun okkar á fótsporum, þar með talið lýsingu á því hvernig hægt er að afvirkja fótspor á vefsvæðinu er að finna hér