Um okkur

Þetta erum við!

Vörumerkið okkar

Fullt af óvæntum uppákomum

Flying Tiger Copenhagen er alþjóðleg dönsk hönnunarkeðja. En við seljum ekki bara vörur. Við viljum líka koma á óvart, veita innblástur og fá þig til að brosa. Við trúum því að tengsl og upplifun sé það sem fyllir fólk hamingju. Þess vegna hvetja vörur okkar til glettni, sköpunargleði og félagslegrar virkni. Það er ekki boltinn heldur leikurinn sem þú spilar við vini þína sem skiptir máli.

Vörumerkið okkar

Vörurnar okkar 

Eitthvað fyrir hvert tækifæri

Við höfum þig alltaf í huga þegar við veljum vörur fyrir verslanir okkar. Hjá Flying Tiger Copenhagen koma 300 nýjar vörur í verslanir í hverjum mánuði; allt frá partídóti, heimilisskreytingum og barnaleikföngum til græjufylgihluta, skemmtilegra gjafa og verðlaunaðrar hönnunar. Á verði sem kemur á óvart – við viljum að þér finnist þú vera rík/ur þegar þú gengur út úr verslun okkar.

Hönnun okkar

Flott hönnun þarf ekki að kosta hvítuna úr augunum

Markmið okkar er að gera flotta og einstaka hönnun aðgengilega og á viðráðanlegu verði fyrir alla. Við hermum ekki eftir tískunni, við reynum að skapa hana með því að veita vörum okkar sérstakt handbragð Flying Tiger Copenhagen sem fær fólk til að brosa og langa til að verja tíma með vinum, fjölskyldu og ástvinum. Við erum afar stolt af því að hönnunardeildin okkar og grafíska hönnunarteymið hafa unnið fjölda alþjóðlegra hönnunarverðlauna síðustu árin fyrir hugmyndaríka og nýstárlega hönnun.

Verslanirnar okkar

Leikvöllur gleðinnar

Þegar þú gengur í gegnum verslanir okkar ertu að leita að fjársjóði. Flying Tiger Copenhagen er völundarhús fullt af gamni, undrum og litríkum vörum. Við viljum gjarnan gera eitthvað sérstakt úr hverjum degi og fá þig til að brosa. Komdu og segðu halló - við getum ekki beðið eftir að hitta þig!

Finndu verslun
Logo TGR, FLYING TIGER COPENHAGEN

Nafnið okkar

Forvitnilegt fyrirbæri

Nafnið okkar, Flying Tiger Copenhagen, lýsir glettni okkar, löngun okkar til að koma á óvart og danskri arfleifð okkar. Handskriftin og blikkandi augun eru innblásin af hönnun okkar. Þau lýsa sköpunargleði okkar, með snerti af gamansemi. 

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja (SÁF)

Þetta snýst um umhyggju

Ertu að velta fyrir þér hvort vörur okkar hafi verið framleiddar eftir siðferðislegum, umhverfislegum og félagslegum stöðlum?

Við leggjum okkur fram um að gera hlutina á réttan hátt og að vera gagnsæ: teymi okkar með samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja (SÁF) stýrir áætlun um að félagslegum kröfum sé framfylgt og tryggir að farið sé eftir öllum stöðlum okkar við framleiðslu á vörum okkar.

Lesa meira

Við notum kökur til að gefa þér sem besta upplifun af vefsvæðinu okkar. Hér má lesa nánar um hvernig við notum kökur og hvernig hægt er að breyta stillingunum. Ef þú heldur áfram að nota þetta vefsvæði samþykkir þú að kökur séu notaðar.