Innköllun á vörum

Flying Tiger Copenhagen tilkynnir innköllun á:

Við vinnum ætíð hörðum höndum að því að yfirfara vörur okkar og verkferla og tryggja þar með öryggi, svo að allir okkar viðskiptavinir viti að þeir séu að kaupa örugga og góða vöru. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi málið hafðu endilega samband smelltu hér.

Sjá Virtual Reality - leiðbeiningar hér

Október 2019

Vara sem er innkölluð: Krókódílakertastjaki. Vara nr. 3017653. Í sölu í september og október 2019.

Vandamál : Kviknað getur í stjakanum þegar kertið brennur niður.

Lausn vandans: Við bendum þeim á sem keypt hafa vöruna að hætta notkun strax. Við biðjum viðskiptavini að skila vörunni í næstu Flying Tiger Copenhagen verslun þar sem varan verður að fullu endurgreidd. 

Við vinnum ætíð hörðum höndum að því að yfirfara vörur okkar og verkferla og tryggja þar með öryggi, svo að allir viðskiptavinir okkar viti að þeir séu að kaupa örugga og góða vöru. Ef galli finnst á vöru bregðumst við strax við og innköllum hana um leið. 

Mars 2019

Vandamál: Varan inniheldur smáhluti sem geta losnað og valdið köfnunarhættu hjá börnum. 

Vara sem er innkölluð: Viðarlest með vögnum sem festast saman með seglum. Vara nr. 3010874, lotunúmer 211693, seld síðan í nóvember 2018

Atvik: Ekkert slys hefur átt sér stað, þetta kom í ljós við reglulegt eftirlit. Innköllunin er forvörn gegn slysi.

Lausn vandans: Vinsamlegast takið vöruna strax úr umferð og geymið þar sem börn ná ekki til. 
VIð biðjum viðskiptavini að skila vörunni í næstu Flying Tiger Copenhagen verslun þar sem hún verður endurgreidd að fullu. 

Við vinnum ætíð hörðum höndum að því að yfirfara vörur okkar og verkferla og tryggja þar með öryggi, svo að allir viðskiptavinir okkar viti að þeir séu að kaupa örugga og góða vöru. Ef galli finnst á vöru bregðumst við strax við og innköllum hana um leið.

Mouth Whistle - Item 2600236

Júní 2018

Léttur leir 5 litir, vara nr 1450921, seld síðan í október 2016

Vandamál: Við athugun stóðst þessi vara ekki öryggiskröfur okkar. Við höfum því ákveðið að taka vöruna strax úr sölu.

Atburðir: Ekkert slys hefur átt sér stað. Innköllunin er förvörn gegn slysi.

Lausn vandans: Vinsamlegast takið vöruna strax úr umferð og skilið henni í næstu Flying Tiger verslun þar sem hún verður endurgreidd að fullu.

Það er afar mikilvægt fyrir okkur að viðskiptavinir okkar treysti að vörur okkar séu öruggar og góðar. Við vinnum ætíð hörðum höndum að því að yfirfara vörur okkar og verkferla og tryggja þar með öryggi. Við bregðumst eins hratt við og mögulegt er ef upp kemur að vara frá okkur stenst ekki öryggisskoðun eða lög.

Mouth Whistle - Item 2600236

Maí 2016

Vara sem innkölluð er: Flauta, vara nr. 2600226, litunúmer 79468, selt síðan í nóvember 2015.

Hætta: Við reglulegt eftirlit kom í ljós að flautan sjálf getur losnað ef togað eða potað er fast í hana. Hluturinn er nokkuð smár og ef hann er notaður einn og sér getur það valdið hættu á köfnun.

Atburðir: Ekkert slys hefur átt sér stað, þetta kom í ljós við reglulegt eftirlit. Innköllunin er forvörn gegn slysi.

Lausn vandans: Við biðjum viðskiptavini að taka vöruna strax úr umferð og skila henni í næstu Flying Tiger Copenhagen verslun þar sem varan verður að fullu endurgreidd.

Mouth Whistle - Item 2600236

Mars 2016

Innkölluð vara: Snúningskubbar, vara nr. 1701354, lotunúmer 80851, selt síðan í nóvember 2015.

Hætta: Við reglulegt eftirlit kom í ljós að einhverjir kubbana geta losnað og valdið hættu á köfnun.

Atburðir: Ekkert slys hefur átt sér stað, þetta kom í ljós við reglulegt eftirlit.

Lausn vandans: Við biðjum viðskiptavini að taka vöruna strax úr umferð og skila henni í næstu Flying Tiger Copenhagen verslun þar sem varan verður að fullu endurgreidd.

Mouth Whistle - Item 2600236

Mars 2016

Innkölluð vara: Viðarkubbadýr: Gíraffi vara nr. 1701493, lotunúmer 79445, selt síðan í október 2015.

Hætta: Við reglulegt eftirlit kom í ljós að eyrun geta losnað og valdið hættu á köfnun.

Atburðir: Ekkert slys hefur átt sér stað, þetta kom í ljós við reglulegt eftirlit.

Lausn vandans: Við biðjum viðskiptavini að taka vöruna strax úr umferð og skila henni í næstu Flying Tiger Copenhagen verslun þar sem varan verður að fullu endurgreidd.

Maí 2015

Innköllun á vöru: Snúningsvélmenni með vörunúmeri 1701300, lotunr. 73722, seld síðan í nóvember 2014.

Hætta: Við reglulegt eftirlit kom í ljós að eyrun á leikfanginu geta losnað ef togað er fast í þau. Það getur verið afar varasamt og valdið hættu á köfnun hjá litlum börnum ef þau setja eyrun upp í sig. 

Atvik: Ekkert slys hefur átt sér stað, þetta kom í ljós við reglulegt eftirlit. Innköllunin er forvörn gegn slysi.

Lausn vandans: Við biðjum viðskiptavini okkar að skila vörunni í næstu Flying Tiger Copenhagen verslun gegn fullri endurgreiðslu. 

Desember 2014

Innköllun á vöru: Súkkulaði fondúsett með vörunúmeri 1600769, lotunr. 74029

Hætta: Í hluta af sendingu fundum við of hátt innihald króms í göfflum sem fylgdu með fondúinu.

Atvik: Ekkert atvik hefur átt sér stað, þetta kom í ljós við reglulegt eftirlit. Innköllunin hefur forvarnargildi.

Lausn vandans: Við biðjum viðskiptavini okkar að skila vörunni í næstu Flying Tiger Copenhagen verslun gegn fullri endurgreiðslu. 

Desember 2014

Innköllun á vöru: Sprittkertastjakar með vörunúmeri 1002960 og lotunr. 100291, báðar stærðir.

Hætta: Grunur leikur á að eldhætta geti orðið ef stærri gerð af sprittkertum er notuð í eplalaga kertastjakana.

Atvik: Einn viðskiptavinur tilkynnti að kviknað hefði í kertastjakanum.

Lausn vandans: Við biðjum viðskiptavini okkar að skila vörunni í næstu Flying Tiger Copenhagen verslun gegn fullri endurgreiðslu.

Janúar 2014

Innköllun á vöru: Espresso kaffikanna með vörunúmeri 1602352, lotunr. 68310, seld síðan í ágúst 2013.

Hætta: Leiðbeiningar um þrif á könnunni, sér í lagi á öryggisloki eru ófullnægjandi. Ef öryggislokið er ekki þrifið reglulega er hætta á að kannan gjósi þegar hún hitnar. 

Atvik: Viðskiptavinir hafa tilkynnt að vélar þeirra hafi gosið þegar verið var að nota þær.

Lausn vandans: Við biðjum viðskiptavini okkar að skila vörunni í næstu Flying Tiger Copenhagen verslun gegn fullri endurgreiðslu.

Við notum fótspor til að safna gagnlegum upplýsingum um hvernig vefsvæði okkar er notað svo að við getum bætt það. Við leyfum einnig þriðju aðilum að nota fótspor til að þýða tölfræðiupplýsingar um heimsóknir á vefsvæðið. Ef þú heldur áfram að vafra um vefsvæðið hefurðu samþykkt notkun okkar á fótsporum. Nánari upplýsingar um notkun okkar á fótsporum, þar með talið lýsingu á því hvernig hægt er að afvirkja fótspor á vefsvæðinu er að finna hér